Smáframleiðendur á ferðinni
Logo

Framleiðendur

Framleiðendur Vörusmiðjunnar koma allstaðar af landinu, þó einna helst frá Norðurlandi vestra.
Í Vörusmiðjunni leitast þeir við að framleiða og þróa hágæða vörur úr eigin hráefni.

Pure Natura

Pure Natura

Hildur Þóra Magnúsdóttir er stofnandi og framkvæmdastjóri fyrirtækisins Pure Natura en fyrirtækið framleiðir vítamín/fæðubótarefni úr íslenskum lambainnmat og jurtum. Fyrirtækið leggur áherslu á hreinleika og eru vítamínin án alla auka- og fylliefna og er hver framleiðsla rannsökuð til að tryggja gæði afurða og hreinleika þeirra. Fyrirtækið nýtir aðstöðu Biopol á Skagaströnd til að vinna sitt hráefni.

Austan Vatna

Austan Vatna

Austan Vatna er lítið fjölskyldurekið fyrirtæki sem framleiðir matarhandverk úr staðbundnu hráefni og tekur einnig að sér veisluþjónustu. Við erum íslensk og argentísk og maturinn okkar er innblásinn af argentískum hefðum, ferðalögum okkar um Suður Ameríku og íslenskum mat og matarvenjum. Við vinnum og störfum eftir okkar heimspeki, en nýtni, fullvinnsla og virðing fyrir lífi og dauða er okkur ofarlega í huga. Við leggjum mikla áherslu á gæði hráefnis og störfum þétt við hlið bænda í okkar nærumhverfi. Við erum stolt af því að geta boðið upp á svo fjölbreytt úrval frábærra kræsinga, allt beint úr héraði. Við framleiðum sjálf allt sem við getum frá grunni og erum alltaf að finna leiðir til þess að nýta hráefnin betur.

Sölvanes

Sölvanes

Sölvanes er sauðfjárbú og ferðaþjónusta á Fremribyggð í Skagafirði. Sölvanes er fjölskyldubú, rekið af Rúnari Mána og Eydísi. Þau framleiða vörur úr folalda-, lamba- og ærkjöti hjá Vörusmiðjunni.

Grilllausnir - Kambakoti

Grilllausnir - Kambakoti

Erla og Jóhann í Kambakoti búa með sauðfé og hross og framleiða afurðir úr folalda- lamba- og ærkjöti. Þau eru einnig skógræktarbændur og kolefnisjafna því alla sína framleiðslu.

Rúnalist

Rúnalist

Sigrún og Þórarinn á Stórhóli í Skagafirði eru félagar í samtökunum Beint frá býli og Opnum landbúnaði. Þau selja selja lambakjöt, kiðlingakjöt, andaregg og landnámshænuegg ásamt handverki en á Stórhóli er blandaður búskapur og gallerý. Þau framleiða ýmsa vöruflokka úr lamba-, ær- og kiðlingakjöti í Vörusmiðjunni.

Kaldakinn

Kaldakinn

Elín Ósk og Kristófer eiga fjögur börn og eru ábúendur í Köldukinn II í Austur-Húnavatnsýslu. Þau búa með suðfé og hross. Þau keyptu jörðina árið 2014 og eru að fikra sig áfram sem smáframleiðendur. Þau horfa frekar á gæði frekar en magn í sinni framleiðslu.

Hraun á Skaga

Hraun á Skaga

Hraun á Skaga í Skagafirði er sauðfjárbú en þar er líka blómlegt æðavarp. Ábúendur eru Merete og Steini. Þau framleiða afurðir úr lamba- og ærkjöti hjá Vörusmiðjunni ásamt því að taðreykja kjöt í reykkofa á Hrauni.

Breiðargerði

Breiðargerði

Breiðargerði er staðsett framarlega í Skagafirði. Þar er ræktað grænmeti, en auk þess eru á bænum endur, hænur og býflugur. Einnig er stunduð þar skógrækt. Ábúandi í Breiðargerði er Elínborg, og frá og með haustinu 2019 hóf hún að þróa og framleiða vörur í Vörusmiðjunni. Fyrst og fremst er verið að vinna með hráefni sem falla til við ræktunina og hefðu annars farið til spillis svo sem útlitsgallað grænmeti, en einnig vannýttar auðlindir á borð við krækiber. Lögð er áhersla á gæði, góða nýtingu hráefnis og að vinna gegn matarsóun.

Skráðu þig á póstlistann

Viltu fá áminningu daginn áður en bíll smáframleiðenda er á þínu svæði?